Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. október 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Landi Hamren dæmir leikinn gegn Sviss
Icelandair
Samlandi Hamren dæmir leik Íslands á mánudagskvöld.
Samlandi Hamren dæmir leik Íslands á mánudagskvöld.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Það verður samlandi Erik Hamren, landsliðsþjálfara Íslands sem dæmir viðureign landsliðsins gegn Sviss í Þjóðadeildinni á mánudagskvöld.

Andreas Ekberg hefur fengið það verðuga verkefni að dæma leik Ísland og Sviss í Þjóðadeildinni. Það vill einmitt svo skemmtilega til að Ekberg er samlandi Hamren.

Ekberg er búsettur í Malmö og hefur verið FIFA dómari síðan árið 2013. Hann gerðist dómari árið 2004 og hefur dæmt í úrvalsdeildinni í Svíþjóð síðan árið 2009. Hann hefur alls dæmt 74 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, 55 í næst efstu deild þar í landi og 14 landsleiki síðan árið 2014.

Hamren getur því rætt við dómarann á móðurmálinu en landsliðið á harma að hefna gegn Sviss eftir að hafa fengið slæman skell gegn liðinu í byrjun september.
Athugasemdir
banner