Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. október 2021 11:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Segir stjórn KSÍ ekki spyrja um sekt áður en dæmt sé
Frá höfuðstöðvum KSÍ.
Frá höfuðstöðvum KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morgunblaðið segir að Arn­ar Þór Viðars­son landsliðsþjálfari hafi ekki getað valið alla þá leikmenn sem hann vildi hafa í hópnum í nýliðnum landsleikjaglugga.

Samkvæmt frétt blaðsins sendi aðgerðarhópurinn Öfgar stjórn KSÍ nöfn á sex leik­mönn­um karlaliðsins og dag­setn­ing­ar yfir meint of­beld­is- og kyn­ferðis­brot þeirra.

Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Kol­beinn Sigþórs­son og Gylfi Þór Sig­urðsson hafa allir verið nafngreindir en hinir þrír ekki.

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið duglegur við að tjá sig um vinnubrögð KSÍ og í kjölfar fréttar Morgunblaðsins skrifar hann pistil á Facebook, með fyrirsögninni 'Rannsóknarréttur íþróttahreyfingarinnar'.

„Íþróttahreyfingin hefur komið sér upp einhvers konar rannsóknarrétti í Laugardal, þar sem ekki er spurt um sekt áður en dæmt er," skrifar Sigurður meðal annars.

„Stjórn KSÍ útilokar góða leikmenn frá því að spila með karlalandsliði. Ég þekki auk þess dæmi um að knattspyrnufélag hefur útiloka unga drengi frá æfingum og leikjum vegna þess að hann eru borinn sökum um ofbeldisbrot gagnvart stúlku á sama aldri. Engin sönnun er þó um brot hans fremur hið gagnstæða."

„Enginn veltir því fyrir sér hvaða afleiðingar þetta hefur haft á líf þessa unga drengs. Sem betur fer á hann góða að sem reyna að halda utan um hann. Það eru ekki allir svona heppnir. Er ekki rétt að íþróttahreyfingin geri það sem henni ber samkvæmt lögum sínum og samþykktum og láti réttarvörslukerfið um rannsóknir sakamála hvers eðlis sem þau kunna að vera."


Athugasemdir
banner
banner