Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   sun 13. október 2024 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt byrjunarlið Íslands - Mjög auðvelt gisk
Icelandair
Logi Tómasson mun að öllum líkindum byrja á morgun.
Logi Tómasson mun að öllum líkindum byrja á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Tyrklandi annað kvöld á Laugardalsvelli. Þetta er fjórði leikur strákanna okkar í Þjóðadeildinni en við erum með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Strákarnir gerðu jafntefli við Wales síðasta föstudagskvöld en það verða allavega tvær breytingar frá þeim leik; Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í banni.



Við spáum því að Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, muni gera fjórar breytingar. Logi Tómasson mun auðvitað koma inn í byrjunarliðið; það er mjög auðvelt gisk. Hann átti ótrúlega innkomu gegn Wales þar sem hann skoraði tvisvar úr vinstri bakverðinum.

Við spáum því að Arnór Ingvi Traustason og Mikael Neville Anderson komi þá inn fyrir leikmennina sem eru í banni. Þá muni Gylfi Þór Sigurðsson byrja í stað Andra Lucas Guðjohnsen.

Flautað verður til leiks klukkan 18:45 annað kvöld og mun Fótbolti.net auðvitað fjalla vel um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner