Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Faðir Gomez ver Sterling: Við erum öll mennsk
Raheem Sterling og Joe Gomez á æfingu enska landsliðsins
Raheem Sterling og Joe Gomez á æfingu enska landsliðsins
Mynd: Getty Images
Augustus Gomez, faðir enska varnarmannsins Joe Gomez, er stoltur af syni sínum en ver einnig Raheem Sterling eftir rifrildi þeirra á æfingasvæði enska landsliðsins.

Gomez og Sterling mættust í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag er Liverpool vann Manchester City 3-1.

Daginn eftir mættu leikmennirnir á æfingasvæði enska landsliðsins en þar rifust þeir í matsalnum sem endaði með handalögmálum en Gomez er með skrámu undir auganu eftir samskipti þeirra.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, tók þá ákvörðun að Sterling myndi ekki spila gegn Svartfjallalandi en hann æfir þó enn með hópnum.

„Hann bjóst ekki við þessu en þetta gerðist og þetta er búið mál. Hann æfði í gær og er góður fyrir utan skrámuna undir auganu," sagði Augustus.

„Hann er góður. Ég talaði við hann og umboðsmanninn hans og við viljum bara að hann sé ánægður. Raheem baðst afsökunar en það er ekkert við hann að sakast. Stuðningsmennirnir voru endalaust að kítast í honum í leiknum og hann var enn pirraður eftir það. Við skiljum þetta alveg, þetta er fótbolti og við erum öll mennsk," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner