Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 06:00
Magnús Már Einarsson
Mel Sterland gestur á árshátíð Leeds klúbbsins á Íslandi
Mel Sterland
Mel Sterland
Mynd: Getty Images
Árshátíð Leeds klúbbsins á Íslandi verður haldin á Ölver þann 23. november nk. og hefst kl. 19:00 með fordrykk í boði klúbbsins.

Þetta verður allra stærsta og glæsilegasta árshátíð klúbbsins til þessa. Það verður frábær dagskrá og happdrætti með stórglæsilegum vinningum.

Heiðursgesturinn verður enginn annar en Mel Sterland, sem var lykilleikmaður í liði Howard Wilkinson sem tryggði sér sæti í efstu deild árið 1990 og varð enskur meistari 1992. Sterland lék 114 leiki fyrir Leeds og skoraði í þeim 16 mörk, þar af 6 mörk í 31 leik árið sem félagið varð enskur meistari.

Það verður frábær matur enda landsliðsklassakokkurinn Ingimar Alex sem mun sjá um matinn en hann hefur meðal annars starfað á Holtinu og Eiriksson Brasserie.

Matseðillinn er eftirfarandi
Forréttur: Rjómalöguð humarsúpa"el classico" með ristuðum humri og brenndu hvítsúkkulaði.
Aðalréttur: Grilluð nautalund með steinseljurót, íslensku smælki, spínati og sveppum. Kryddað með trufflum og soðgljáa.
Eftirréttur: Sítrónutart (klassísk létt sítrónukaka) borin fram með ís, höfrum og berjum.
Ef einhver er með óþol, ofnæmi eða borðar ekki kjöt verða sérréttir fyrir þá, en við þurfum að vita það með fyrirvara.

Skráning fer fram hjá Hafþóri í netfanginu: [email protected]

Verð fyrir öll herlegheitin eru aðeins 9000 kr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner