Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 13. nóvember 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Alex Freyr gerir nýjan samning við Fram
Alex Freyr Elísson.
Alex Freyr Elísson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson hefur gert nýjan samning við Fram sem gildir út næsta tímabil. Þetta er tilkynnt á heimasíðu Fram.

Alex Freyr sem er 23 ára er uppalinn Framari og hefur spilað með félaginu allan sinn ferill. Sína fyrstu leiki með meistaraflokki lék hann árið 2015 og í heildina eru leikirnir orðnir 104.

„Alex Freyr er einn af fyrstu leikmönnum Fram til þess að koma upp í gegnum starfið í Grafarholtinu. Það er því vel við hæfi að samningurinn hafi verið undirritaður á framtíðarheimavelli okkar Framara í Úlfarsárdalnum í dag," segir í tilkynningu Fram.

Fram hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar í sumar en liðið var markatölunni frá því að komast upp.
Athugasemdir
banner
banner