Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 13. desember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Coman slapp við alvarleg meiðsli - Kemur aftur í febrúar
Coman skoraði fyrsta mark leiksins gegn Tottenham og meiddist á 27. mínútu.
Coman skoraði fyrsta mark leiksins gegn Tottenham og meiddist á 27. mínútu.
Mynd: Getty Images
Kingsley Coman, franskur kantmaður FC Bayern, hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli frá komu sinni til félagsins.

Hann meiddist í 3-1 sigri gegn Tottenham í vikunni og virtust meiðslin vera alvarleg í fyrstu. Nú er komið í ljós að hann skaddaði liðband í hné og verður frá í um sex til átta vikur, eða þar til í febrúar.

Það er ansi vel sloppið hjá Coman miðað við útlit meiðslanna og meiðslasögu hans.

Coman gekk í raðir Bayern sumarið 2015 til að leysa Arjen Robben og Franck Ribery af hólmi, þar sem stórstjörnurnar voru sífellt frá vegna meiðsla.

Frá komu sinni hefur Coman meiðst 23 sinnum og verið frá í rúmlega 400 daga.

Svipaða sögu er að segja af kantmanninum Douglas Costa sem var fenginn til Bayern á sama tíma og Coman. Hann hefur lent í 15 meiðslum síðan og misst af rúmlega 430 dögum.

FC Bayern vantar nýjan kantmann og hefur mikinn áhuga á Leroy Sane hjá Manchester City, sem hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði.

Sjá einnig:
Myndband: Coman líklega alvarlega meiddur


Athugasemdir
banner
banner
banner