Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 13. desember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Íhugaði sjálfsvíg eftir aðkast frá stuðningsmönnum
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Dean Henderson, markvörður Sheffield United, íhugaði að fremja sjálfsvíg á síðasta tímabil eftir að hafa orðið fyrir ljótu aðkasti frá stuðningsmönnum annara liða.

Henderson var þá, líkt og núna, á láni frá Manchester United. Fyrir leiki gegn Leeds og Sheffield Wednesday fékk hann mjög ljót skilaboð send á samfélagsmiðlum.

„Þetta var ekki ánægjulegur tími fyrir mig og fjölskyldu mína því að margar ásakanir voru algjörlega skelfilegar," sagði Henderson.

„Ef þetta hefðu verið kynþáttafordómar þá hefði fólk verið sett í bann frá því að mæta á völlinn. Ég kem úr góðri fjölskyldu og þetta er það versta sem þú getur lent í."

„Ég fór heim í íbúðina mína og hugsaði, hvernig gerðist þetta fyrir mig? Einungis kærastan mín vissi hversu mikil áhrif þetta hafði á mig."


Henderson hefur verið öflugur í spútnikliði Sheffield United á þessu tímabili en hann var fyrr á árinu valinn í enska landsliðið í fyrsta skipti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner