Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   fös 14. janúar 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Norður-Lundúnaslagur og stórleikur á Etihad
Tottenham mætir Arsenal
Tottenham mætir Arsenal
Mynd: EPA
Englandsmeistararnir fá Chelsea í heimsókn
Englandsmeistararnir fá Chelsea í heimsókn
Mynd: EPA
Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem Manchester City mætir Chelsea á Etihad-leikvanginum á meðan Tottenham og Arsenal berjast í Norður-Lundúnaslag.

Brighton og Crystal Palace hefja umferðina klukkan 20:00 í kvöld á AMEX-leikvanginum. Brighton er í 9. sæti með 27 stig en Brighton með 23 stig í 12. sæti.

Á morgun eru sex leikir og allt byrjar þetta í hádeginu þegar Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Chelsea á Etihad-leikvanginum. City er með tíu stiga forystu á Chelsea og getur endanlega stungið af með sigri.

Newcastle spilar við Watford klukkan 15. Kieran Trippier gæti spilað sinn fyrsta deildarleik líkt og Chris Wood sem samdi við félagið á dögunum.

Aston Villa mætir Manchester United öðru sinni í þessari viku en að þessu sinni á Villa Park.

Á sunnudag spilar Liverpool við Brentford klukkan 14:00 á Anfield en liðin gerðu 3-3 jafntefli í fyrri leik liðanna á þessu tímabili. West Ham mætir Leeds á sama tíma áður en Tottenham og Arsenal berjast um montréttinn í Norður-Lundúnum.

Föstudagur:
20:00 Brighton - Crystal Palace

Laugardagur:
12:30 Man City - Chelsea
15:00 Burnley - Leicester - FRESTAÐ
15:00 Newcastle - Watford
15:00 Norwich - Everton
15:00 Wolves - Southampton
17:30 Aston Villa - Man Utd

Sunnudagur:
14:00 Liverpool - Brentford
14:00 West Ham - Leeds
16:30 Tottenham - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner