banner
   fös 14. janúar 2022 17:33
Victor Pálsson
Xhaka biðst afsökunar
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í leik gegn Liverpool í gær.

Xhaka fékk ansi heimskulegt gult spjald í þessum leik er hann braut á Diogo Jota sem aftasti maður í vörn gestaliðsins.

Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik og þurfti Arsenal því að spila manni færri lengi vel en náði þó í markalaust jafntefli í deildabikarnum.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í keppninni er Arsenal því vel á lífi fyrir seinni viðureignina í London.

„Ég vil biðja alla afsökunar. Ég er svo stoltur af mínu liði og liðsandanum sem þeir sýndu til að halda markinu hreinu," skrifaði Xhaka á Instagram.

Færslu hans má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner