Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   þri 14. janúar 2025 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nökkvi Þeyr á leið í hollensku úrvalsdeildina
Nökkvi Þeyr Þórisson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að yfirgefa St. Louis í Bandaríkjunum. Er hann á leið í hollensku úrvalsdeildina.

Nökkvi Þeyr er 23 ára gamall kantmaður sem hefur leikið með St. Louis frá sumrinu 2023.

Þar áður lék hann með Beerschot í Belgíu, KA á Akureyri og Dalvík/Reyni.

Hann átti magnað tímabil með KA sumarið 2022 er hann skoraði 17 mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni.

Nökkvi Þeyr hefur spilað 44 leiki fyrir St. Louis og skorað í þeim fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner