Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   fös 14. febrúar 2020 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Brewster skoraði í ótrúlegu jafntefli
Hull City 4 - 4 Swansea
1-0 Leonardo da Silva Lopes ('6 )
1-1 Wayne Routledge ('14 )
2-1 Marcus Maddison ('50 )
2-2 Kyle Naughton ('55 )
3-2 Mallik Wilks ('61 )
3-3 Jordan Garrick ('77 )
3-4 Rhian Brewster ('84 )
4-4 Tom Eaves ('94)

Ótrúlega fjörugri viðureign var að ljúka í Championship deildinni þar sem Hull City tók á móti Swansea í hörkuslag.

Heimamenn í Hull komust yfir snemma leiks með marki frá Leonardo Lopes en Wayne Routledge jafnaði fyrir Svanina og var staðan jöfn í hálfleik.

Marcus Maddison kom heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Kyle Naughton jafnaði skömmu síðar. Næst var það Mallik Wilks sem kom Hull yfir og aftur jöfnuðu gestirnir, í þetta sinn skoraði Jordan Garrick.

Gestirnir voru betri í opnum leik og voru vaðandi í marktækifærum. Rhian Brewster, sem er á láni frá Liverpool, gerði næsta mark Swansea á 84. mínútu eftir að hafa komið inn af bekknum 20 mínútum fyrr.

Þetta var þriðja mark Brewster í sjö leikjum hjá Swansea en hann kom til félagsins í janúar.

Brewster hélt hann hefði skorað sigurmarkið en svo reyndist ekki því Tom Eaves náði að pota inn jöfnunarmarki í uppbótartíma.

Swansea er fimm stigum frá umspilssæti eftir jafnteflið, átta stigum fyrir ofan Hull.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 22 14 6 2 53 23 +30 48
2 Middlesbrough 22 12 6 4 33 24 +9 42
3 Ipswich Town 22 10 7 5 38 23 +15 37
4 Hull City 22 11 4 7 37 35 +2 37
5 Preston NE 22 9 9 4 30 23 +7 36
6 Millwall 22 10 5 7 25 31 -6 35
7 QPR 22 10 4 8 32 34 -2 34
8 Stoke City 22 10 3 9 28 21 +7 33
9 Bristol City 22 9 6 7 30 24 +6 33
10 Watford 22 8 8 6 31 28 +3 32
11 Southampton 22 8 7 7 36 31 +5 31
12 Derby County 22 8 7 7 31 30 +1 31
13 Leicester 22 8 7 7 31 31 0 31
14 Birmingham 22 8 5 9 30 29 +1 29
15 Wrexham 22 6 10 6 27 27 0 28
16 West Brom 22 8 4 10 25 29 -4 28
17 Charlton Athletic 21 7 6 8 21 26 -5 27
18 Sheffield Utd 22 8 2 12 28 31 -3 26
19 Swansea 22 7 5 10 24 30 -6 26
20 Blackburn 21 7 4 10 22 26 -4 25
21 Portsmouth 21 5 6 10 18 28 -10 21
22 Oxford United 22 4 7 11 22 31 -9 19
23 Norwich 22 4 6 12 25 35 -10 18
24 Sheff Wed 21 1 6 14 16 43 -27 -9
Athugasemdir
banner
banner
banner