Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. febrúar 2020 20:05
Elvar Geir Magnússon
Daníel Snorri í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Mynd: Haukur Gunnarsson
Bakvörðurinn Daníel Snorri Guðlaugsson hefur gengið í raðir Víkings í Ólafsvík.

Daníel var lykilmaður í liði Hauka sem féll úr 1. deildinni síðasta sumar.

Hann var miðjumaður í yngri flokkunum en hefur einnig fundið sig vel í stöðu hægri bakvarðar.

Daníel er 24 ára og hefur leikið yfir 100 leiki fyrir Hauka.

Víkingur Ólafsvík endaði í 4. sæti 1. deildar síðasta sumar en Jón Páll Pálmason tók við þjálfun liðsins eftir að Ejub Purisevic lét af störfum.

Víkingur Ó.:

Komnir:
Billy Stedman frá Englandi
Gonzalo Zamorano Leon frá ÍA
Kristófer Daði Kristjánsson frá Sindra
Indriði Áki Þorláksson frá Kára
Daníel Snorri Guðlaugsson frá Haukum

Farnir:
Abdul Bangura*
Franko Lalic í Þrótt R.
Grétar Snær Gunnarsson í Fjölni
Guðmundur Magnússon í ÍBV (var á láni)
Harley Willard í Fylki
Kristófer Reyes*
Martin Kuittinen*
Miha Vidmar*
Athugasemdir
banner
banner