Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. mars 2023 19:54
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Albert ekki í landsliðshópnum
Icelandair
Albert í leik með Genoa.
Albert í leik með Genoa.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson verður ekki í íslenska landsliðshópnum sem opinberaður verður á morgun en þetta er fullyrt á 433.is.

Fyrr í dag var sagt frá því í Innkastinu hér á Fótbolti.net að sú saga væri að ganga að Albert yrði ekki í hópnum þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi slegið á þráðinn til hans. Miðað við þessa frétt var fótur fyrir þeirri sögu.

Ekki er vitað hvort Albert hafi hreinlega afþakkað sæti en allavega virðist vera að ósætti sé enn til staðar milli hans og Arnars.

Albert er 25 ára og hefur skorað sex mörk í 27 leikjum í ítölsku B-deildinni í vetur. Hann hefur verið sérstaklega heitur síðustu vikur en hefur á ferli sínum ekki náð að verða sá lykilmaður í landsliðinu sem vonast var eftir.

Albert hefur ekki verið í íslenska landsliðshópnum frá því í júní á síðasta ári. Hann var ekki valinn í septemberverkefni landsliðsins þar sem Arnar var ósáttur við hugarfar hans og talaði um að hann væri ekki að leggja sig allan fram.

Ísland er að fara að hefja nýja undankeppni með leikjum á útivöllum gegn Bosníu/Hersegóvínu í næstu viku og svo gegn Liechtenstein nokkrum dögum síðar. Íslenski hópurinn verður opinberaður á miðvikudag og Arnar ræðir svo við fjölmiðla á fimmtudaginn.
Innkastið - Byrjað á bardaga í Bosníu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner