Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 14. apríl 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Rabiot ekki búinn að ræða við Juventus
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur ekki rætt við Juventus um nýjan samning en hann greindi frá þessu eftir markalausa jafnteflið gegn Torino í gær.

Rabiot verður samningslaus eftir tímabilið en Manchester United er eitt þeirra liða sem hefur áhuga á honum.

Frakkinn er 29 ára gamall og fastamaður í franska landsliðinu en United hafði einnig áhuga á að fá hann á síðasta ári. Rabiot ákvað þá að vera áfram hjá Juventus en hann er líklegur til að færa sig um set í sumar.

Rabiot er ekki byrjaður að hugsa um framtíðina en hann vill gulltryggja sæti í Meistaradeildina áður en hann fer að skoða sín mál.

„Ég er búinn að ræða við Juventus um nýjan samning. Markmið mitt er að koma Juventus aftur í Meistaradeildina. Ef okkur tekst það þá munum við setjast niður og ræða saman, en jafnvel þó ég verði ekki áfram á næsta tímabili þá er það samt þrá mín að sjá Juventus spila í Meistaradeildinni,“ sagði Rabiot.
Athugasemdir
banner
banner
banner