Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 14. apríl 2024 22:23
Elvar Geir Magnússon
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Olgeir Sigurgeirsson.
Olgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olgeir Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari Fylkis stýrði liðinu í kvöld á meðan Rúnar Páll Sigmundsson var í stúkunni vegna leikbanns. Fylkismenn sýndu mikla baráttu og karakter gegn Val og hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn, klúðrum víti, fengum fullt af góðum færum og góðum upphlaupum. Ég er bara svekktur yfir því að hafa ekki unnið leikinn," segir Olgeir í viðtali við Sæbjörn Steinke.

Miðvörðurinn Orri Sveinn Stefánsson klúðraði vítaspyrnu á 42. mínútu en það kom mörgum á óvart að sjá hann fara á punktinn. Benedikt Daríus Garðarsson er vítaskytta númer eitt hjá Fylki en hann var ekki með í kvöld.

„Orri er mjög sparkviss og ég var bara mjög hissa á því að hann hefði ekki skorað. Þetta var bara mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út."

Hvernig fannst honum frammistaða liðsins?

„Frammistaða liðsins var frábær og er búin að vera það í báðum leikjunum. Eina sem svíður er að þessar frammistöður hafa bara skilað einu stigi. Við erum sáttir við frammistöðuna en ekki stigafjöldann."

Hann segist ánægður með hvernig Fylkisliðinu tókst að takmarka þau færi sem Valur fékk og hrósar markverðinum, Ólafi Kristófer Helgasyni sem átti mjög góðan leik.

„Óli er bara frábær markvörður og hann er ekki að koma okkur neitt á óvart," segir Olgeir.

Hann segir að Benedikt Daríus hafi fengið í lærið á æfingu í vikunni og verði frá í einhvern tíma.

Er Fylkir að skoða eitthvað á markaðnum?

„Nei, það er bara ekki tími til þess. Það þarf að þjálfa þessa stráka, þetta eru strákar á besta aldri og við leggjum mikla vinnu á æfingasvæðinu. Þessir strákar verða bara betri og betri. Leiðin er bara upp á við."

Hvernig var að standa á hliðarlínunni sem aðalþjálfari?

„Það var bara mjög gaman, það er líka mjög gaman að vera með Rúnari. Planið fyrir leik var mjög skýrt," segir Olgeir en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner