Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. maí 2020 17:03
Elvar Geir Magnússon
Breska ríkisstjórnin búin að leyfa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar
Það birtir til!
Það birtir til!
Mynd: Getty Images
Breska ríkisstjórnin hefur gefið ensku úrvalsdeildinni grænt ljós á að hefja keppni aftur í júní. Þetta segir Oliver Dowden menningarmálaráðherra.

Dowden segir að fundur ríkisstjórnarinnar með ensku úrvalsdeildinni og enska knattspyrnusambandsins hafi verið mjög jákvæður og stórt skref stigið í átt að endurkomu keppnisíþrótta.

Hann segir að stefnt verði að því að aðdáendur fái betri aðgang að beinum sjónvarpsútsendingum frá deildinni á meðan áhorfendabann er í gildi.

Samkvæmt 'Project Restart' endurkomuáætlun ensku úrvalsdeildarinnar er vonast til þess að keppni hefjist aftur þann 12. júní.

„Við erum öll sammála um að keppni hefjist aðeins þegar öryggi er tryggt og heilsa og velferð leikmanna, þjálfara og starfsliðs verða í forgangi," segir Dowden.

„Nú er boltinn hjá fótboltayfirvöldum að klára áætlun sína en það er vilji hjá öllum að fótboltinn snúi aftur. Sérfræðingar munu halda áfram að veita fótboltanum ráðleggingar."
Athugasemdir
banner
banner
banner