Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 14. maí 2020 11:02
Elvar Geir Magnússon
Chelsea og Juventus ræða um skipti á Pjanic og Jorginho
Miralem Pjanic.
Miralem Pjanic.
Mynd: Getty Images
Juventus og Chelsea eru í viðræðum um möguleika á að skipta á Miralem Pjanic og Jorginho. Þetta kemur fram hjá Guardian.

Maurizio Sarri, stjóri Juventus, vill fá ítalska landsliðsmanninn en þeir unnu saman bæði hjá Napoli og Chelsea.

Juventus er tilbúið að fórna Bosníumanninum Pjanic til að fá Jorginho.

Pjanic er einnig á óskalistum Barcelona og Paris St-Germain. Þessi þrítugi leikmaður hefur verið hjá Juve síðan 2016.

Talað var um að Pjanic gæti endaði í Barcelona í skiptum fyrir Arthur en Brasilíumaðurinn ákvað að vera áfram í Katalóníu. Leonardo, íþróttastjóri PSG, er mikill aðdáandi Pjanic.

Pjanic er með samning við Juventus til 2023 en hefur ekki náð að sannfæra Sarri um að hann sé lykilmaður í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner