banner
   fim 14. maí 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildarfélög mega framlengja samninga út tímabilið
Willian hefur þegar sagst ætla að klára tímabilið með Chelsea.
Willian hefur þegar sagst ætla að klára tímabilið með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það eru 157 úrvalsdeildarleikmenn sem verða samningslausir um júní-júlí mánaðarmótin. Enska úrvalsdeildin hefur gefið félögum leyfi að framlengja þessa samninga út tímabilið, með samþykki leikmanna.

Þetta á einnig við um lánssamninga, nema að þá þarf félagið sem lánar leikmann út einnig að skrifa undir.

Ef leikmaður kemur til baka úr láni þá má hann ekki spila fyrir félag sitt fyrr en á næstu leiktíð.

„Allir hluthafar voru sammála um að félög og leikmenn geti komið sér saman um að framlengja samninga sem renna út 30. júní út tímabilið," segir í yfirlýsingu úrvalsdeildarinnar.

Félög og leikmenn hafa tíma til 23. júní til að framlengja samninga sín á milli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner