Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   fös 14. maí 2021 22:55
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Albert Brynjar: Ég er með óbragð í munninum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir tóku á móti Selfossi á Domusnovavellinum í kvöld. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Selfyssinga og var Albert Brynjar Ingason, fyrirliði Kórdrengja ekki sáttur eftir leik.

„Ég er með óbragð í munninum. Við spiluðum ekki okkar leik í dag, þetta er ekki eins og við viljum spila okkar leiki. Það vantaði eiginlega allt í okkar leik í dag."

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  3 Selfoss

Hrvoje Tokic skoraði fyrsta mark leiksins á 3. mínútu og fannst Alberti þeir missa haus snemma í leiknum.

„Já við töluðum um það fyrir leik að sama hvort við skorum eða fáum á okkur mark að halda áfram á fullu og ekki láta það breyta okkar leikskipulagi en við gerðum það ekki eins og við ætluðum að gera. Við vissum að við gætum fengið á okkur mark og það gerist snemma og við gjörsamlega slökkvum á okkur eftir það."

Albert fór meiddur af velli í síðari hálfleik og er óvíst hvort hann verði með Kórdrengjum gegn Víking Ólafsvík eftir viku.

„Ég finn strax tognun í nára eins og gerist bara. Þetta er eins og að fá hnykk aftan í lærið, ég fann strax strengi og tognaði þar í náranum."

Næsti leikur Kórdrengja er gegn Víkíng Ólafsvík næstkomandi föstudag og vilja Kórdrengir svara fyrir þessa frammistöðu þá.

„Já, það er bara eins gott fyrir okkar að mæta almennilega til leiks þar. Ef maður ætlar að eiga svona skítaleiki er eins gott að læra af þeim og við ætlum að gera það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir