Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   fös 14. maí 2021 22:55
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Albert Brynjar: Ég er með óbragð í munninum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir tóku á móti Selfossi á Domusnovavellinum í kvöld. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Selfyssinga og var Albert Brynjar Ingason, fyrirliði Kórdrengja ekki sáttur eftir leik.

„Ég er með óbragð í munninum. Við spiluðum ekki okkar leik í dag, þetta er ekki eins og við viljum spila okkar leiki. Það vantaði eiginlega allt í okkar leik í dag."

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  3 Selfoss

Hrvoje Tokic skoraði fyrsta mark leiksins á 3. mínútu og fannst Alberti þeir missa haus snemma í leiknum.

„Já við töluðum um það fyrir leik að sama hvort við skorum eða fáum á okkur mark að halda áfram á fullu og ekki láta það breyta okkar leikskipulagi en við gerðum það ekki eins og við ætluðum að gera. Við vissum að við gætum fengið á okkur mark og það gerist snemma og við gjörsamlega slökkvum á okkur eftir það."

Albert fór meiddur af velli í síðari hálfleik og er óvíst hvort hann verði með Kórdrengjum gegn Víking Ólafsvík eftir viku.

„Ég finn strax tognun í nára eins og gerist bara. Þetta er eins og að fá hnykk aftan í lærið, ég fann strax strengi og tognaði þar í náranum."

Næsti leikur Kórdrengja er gegn Víkíng Ólafsvík næstkomandi föstudag og vilja Kórdrengir svara fyrir þessa frammistöðu þá.

„Já, það er bara eins gott fyrir okkar að mæta almennilega til leiks þar. Ef maður ætlar að eiga svona skítaleiki er eins gott að læra af þeim og við ætlum að gera það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner