Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 14. maí 2021 22:55
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Albert Brynjar: Ég er með óbragð í munninum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir tóku á móti Selfossi á Domusnovavellinum í kvöld. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Selfyssinga og var Albert Brynjar Ingason, fyrirliði Kórdrengja ekki sáttur eftir leik.

„Ég er með óbragð í munninum. Við spiluðum ekki okkar leik í dag, þetta er ekki eins og við viljum spila okkar leiki. Það vantaði eiginlega allt í okkar leik í dag."

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  3 Selfoss

Hrvoje Tokic skoraði fyrsta mark leiksins á 3. mínútu og fannst Alberti þeir missa haus snemma í leiknum.

„Já við töluðum um það fyrir leik að sama hvort við skorum eða fáum á okkur mark að halda áfram á fullu og ekki láta það breyta okkar leikskipulagi en við gerðum það ekki eins og við ætluðum að gera. Við vissum að við gætum fengið á okkur mark og það gerist snemma og við gjörsamlega slökkvum á okkur eftir það."

Albert fór meiddur af velli í síðari hálfleik og er óvíst hvort hann verði með Kórdrengjum gegn Víking Ólafsvík eftir viku.

„Ég finn strax tognun í nára eins og gerist bara. Þetta er eins og að fá hnykk aftan í lærið, ég fann strax strengi og tognaði þar í náranum."

Næsti leikur Kórdrengja er gegn Víkíng Ólafsvík næstkomandi föstudag og vilja Kórdrengir svara fyrir þessa frammistöðu þá.

„Já, það er bara eins gott fyrir okkar að mæta almennilega til leiks þar. Ef maður ætlar að eiga svona skítaleiki er eins gott að læra af þeim og við ætlum að gera það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner