Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fös 14. maí 2021 22:31
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Dean Martin: Svart og hvítt frá seinustu viku
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin þjálfari Selfoss var sáttur eftir leik kvöldsins gegn Kórdrengjum. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Selfyssinga og skoruðu Hrvoje Tokic og Kenan Turudija mörk Selfyssinga.

„Þetta var mjög góður leikur, svart og hvítt frá síðustu viku. Það var bara verið að slá okkur niður í síðustu viku eftir þau úrslit en við erum búnir að vinna vel í þessari viku og reyna að leiðrétta þetta. Og við sýndum það í fyrri hálfleik að við komum út flying" sagði Dean eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  3 Selfoss

Hrvoje Tokic var mjög sterkur í dag og skoraði tvö mörk fyrir Selfoss. Dean er ánægður að hans menn séu komnir í gang.

„Það er flott að fá alla í gang, þetta er hópíþrótt það er ekki bara einn maður í liðinu þeir verða að fá boltann frá einhverjum öðrum. En geggjað fyrir hann að skora tvö mörk."

Tokic var pirraður eftir leik og fagnaði ekki jafn mikið og liðsfélagar sínir. Var ástæðan fyrir því sú að hann skoraði ekki fleiri mörk.

„Hann vill alltaf skora" segir Dean.

Við sáum Gary Martin í nýju róli í dag í nokkurskonar frjálsu róli inná miðjunni. Hvernig fannst þér frammistaðan hans í dag?

„Það var ekki planað, það bara fór eftir leiknum. Hann var útum allt og hann var að vinna sínar vinnur og var góður í varnarvinnu líka og skilaði sínu."

Næsti leikur Selfoss er gegn Þrótti Reykjavík og segir Dean að þeir muni gefa 100% í þann leik.

„Við munum vinna vel þessa viku, byrjum á morgun og mæta til leiks. Ég get ekki lofað neinu, ég get bara lofað að við munum gefa 100% í þetta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner