Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 14. maí 2021 22:31
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Dean Martin: Svart og hvítt frá seinustu viku
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin þjálfari Selfoss var sáttur eftir leik kvöldsins gegn Kórdrengjum. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Selfyssinga og skoruðu Hrvoje Tokic og Kenan Turudija mörk Selfyssinga.

„Þetta var mjög góður leikur, svart og hvítt frá síðustu viku. Það var bara verið að slá okkur niður í síðustu viku eftir þau úrslit en við erum búnir að vinna vel í þessari viku og reyna að leiðrétta þetta. Og við sýndum það í fyrri hálfleik að við komum út flying" sagði Dean eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  3 Selfoss

Hrvoje Tokic var mjög sterkur í dag og skoraði tvö mörk fyrir Selfoss. Dean er ánægður að hans menn séu komnir í gang.

„Það er flott að fá alla í gang, þetta er hópíþrótt það er ekki bara einn maður í liðinu þeir verða að fá boltann frá einhverjum öðrum. En geggjað fyrir hann að skora tvö mörk."

Tokic var pirraður eftir leik og fagnaði ekki jafn mikið og liðsfélagar sínir. Var ástæðan fyrir því sú að hann skoraði ekki fleiri mörk.

„Hann vill alltaf skora" segir Dean.

Við sáum Gary Martin í nýju róli í dag í nokkurskonar frjálsu róli inná miðjunni. Hvernig fannst þér frammistaðan hans í dag?

„Það var ekki planað, það bara fór eftir leiknum. Hann var útum allt og hann var að vinna sínar vinnur og var góður í varnarvinnu líka og skilaði sínu."

Næsti leikur Selfoss er gegn Þrótti Reykjavík og segir Dean að þeir muni gefa 100% í þann leik.

„Við munum vinna vel þessa viku, byrjum á morgun og mæta til leiks. Ég get ekki lofað neinu, ég get bara lofað að við munum gefa 100% í þetta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner