Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. maí 2021 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Douglas Costa á leið til Gremio
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Douglas Costa er nálægt því að ganga í raðir Gremio frá Juventus en þetta kemur fram í frétt Goal.com í kvöld.

Costa, sem er 30 ára gamall, er á láni hjá Bayern München frá Juventus, en lánssamningurinn rennur út í sumar.

Brasilíumaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningnum á Ítalíu en Juventus hefur ekki not fyrir leikmanninn og er tilbúið að rifta við hann.

Costa hefur verið í viðræðum við brasilíska félagið Gremio síðustu vikur en leikmaðurinn er með tilfinningaleg tengsl við félagið enda hóf hann atvinnumannaferilinn þar áður en hann gekk til liðs við Shakhtar Donetsk árið 2010.

Það má gera ráð fyrir því að Gremio kynni Costa á næstu vikum en þetta yrði mikill fengur fyrir liðið.

Costa vann 21 titil í Evrópu en eygir nú þá von að vinna titil í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner