Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 14. maí 2021 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Ferran Torres: Ótrúleg vika
Ferran Torres með boltann eftir leik
Ferran Torres með boltann eftir leik
Mynd: EPA
Ferran Torres, leikmaður Man City, var eðlilega í skýjunum eftir að hafa skorað þrennu gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þessi vika hefur verið hreint út sagt ótrúleg.

City hefur verið að gera magnaða hluti í deildinni á þessu tímabili en þá tryggði liðið sig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í síðustu viku, vann deildabikarinn og Englandsmeistaratitillinn fylgdi svo á þriðjudag.

Torres hefur skorað 13 mörk og lagt upp 3 í 34 leikjum í öllum keppnum á fyrsta tímabilinu með City en hann hefur verið sérstaklega ánægður með þessa viku.

„Þetta hefur verið ótrúleg vika. Við komumst í úrslitaleikinn, unnum úrvalsdeildina og svo skoraði ég þrennu. Ég er í skýjunum með þetta," sagði Torres.

„Ég reyni að bæta mig á hverjum degi og reyni einnig að læra af liðsfélögunum og stjóranum. Ég ætla að halda áfram að bæta mig og koma mér í gang fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni."

„Ég reyni alltaf að fara á nærstöng í föstum leikatriðum. Ég náði að flikka boltanum og mér fannst þetta vera afar fallegt mark,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner