Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 14. maí 2021 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spilaði með sitthvoru liðinu á tveimur dögum
Oddur Ingi Bjarnason
Oddur Ingi Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gegn Fylki á miðvikudag.
Gegn Fylki á miðvikudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oddur Ingi Bjarnason gekk í raðir Grindavíkur í vikunni. Hann kom á láni út þessa leiktíð frá KR. Oddur er tvítugur sóknarmaður sem var einnig á láni hjá Grindavík í fyrra.

Það vakti athygli á miðvikudagskvöldið þegar Oddur kom snemma í seinni hálfleik inn á sem varamaður í leik KR og Fylkis. Eftir leik var svo gengið frá öllum pappírum svo Oddur gæti spilað með Grindavík restina af sumrinu. Grindavík hafði fyrir leik KR og Fylkis tilkynnt að Oddur væri að koma á láni.

Oddur lék sinn fyrsta leik með Grindavík strax í gær þegar hann kom inn á í hálfleik gegn Þór í Lengjudeildinni. Þetta var til umræðu í Innkastinu í gærkvöldi.

„Áhugavert að Oddur kom inn á gegn Fylki, svolítið skrítið að vera búinn að lána mann sem þú setur inn á 56. mínútu."

„Hann kom svo inn á í hálfleik í dag (gær) og spilaði seinni hálfleikinn. Hann er að spila tvo leiki með sitthvoru liðinu á tveimur dögum,"
sagði Elvar Geir Magnússon.

„Er þetta ekki til að brúa bilið þangað til Kjartan Henry Finnbogason kemur? Þetta er skrítið samt. Hefði verið eðlilegra að tilkynna skiptin eftir leikinn gegn Fylki?" velti Gunnar Birgisson fyrir sér.

„Grindvíkingar voru vel peppaðir eftir að hafa tekið upp glæsilegt myndband af honum," sagði Ingólfur Sigurðsson.
Innkastið - Stemningstækling sem fór úrskeiðis
Athugasemdir
banner
banner
banner