HK-ingurinn ungi, Marten Leon Jóhannsson, er sem stendur hjá Bröndby og æfir þar, aðallega með U17 liði félagsins. Þetta er í annað sinn sem Marten Leon fer út til Kaupmannahafnar til að æfa með danska stórliðinu.
Í þessari reynsluför æfir markmaðurinn einnig einu sinni með aðalliði félagsins.
Í þessari reynsluför æfir markmaðurinn einnig einu sinni með aðalliði félagsins.
Hann er fæddur árið 2010 og er í 3. flokki HK. Hann lék í fyrra þrjá leiki með U15 landsliðinu og var í æfingahóp U15 landsliðsins í síðasta mánuði.
Bröndby endaði í 2. sæti dönsku deildarinnar í fyrra og er í 4. sæti deildarinnar sem stendur. Félagið hefur ellefu sinnum orðið danskur meistari og sjö sinnum bikarmeistari.
Athugasemdir