Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Blind fór grátandi af velli - „Það sem gerðist hafði mikil áhrif á mig"
Daley Blind gengur af velli
Daley Blind gengur af velli
Mynd: EPA
Hollenski landsliðsmaðurinn Daley Blind átti afar erfitt með að spila í 3-2 sigri Hollands á Úkraínu á EM í gær en hann var að fara í gegnum tilfinningalegan rússíbana eftir að Christian Eriksen hneig niður á laugardag.

Eriksen er í stöðugu ástandi í Kaupmannahöfn eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Finnlandi á laugardag. Þetta var óhugnanlegt atvik sem hafði áhrif á fjölda fólks um allan heim.

Læknisteymið sem var í kringum Eriksen tókst að hnoða aftur líf í Eriksen og var hann í kjölfarið fluttur á spítala. Blind tók atvikið afar nærri sér enda góður vinur hans frá því þeir spiluðu saman hjá Ajax og þá þekkir Blind þessa lífsreynslu betur en flestir.

Blind hefur tvívegis á ferlinum farið í yfirlið og síðast gerðist það gegn Herthu Berlín á síðasta ári. Blind er greindur með hjartavöðvabólgu og þarf því að vera með gangráð.

Eftir atvikið í Danmörku íhugaði hann að hætta við að spila gegn Úkraínu. Hann byrjaði leikinn en bað um skiptingu þegar hálftími var eftir.

„Það sem gerðist í fyrradag hafði mikil áhrif á mig. Ekki bara það að ég og Christian erum nánir vinir heldur af því sem gerðist fyrir mig. Ég íhugaði að sleppa því að spila en andlega þurfti ég að taka mjög stórt skref," sagði Blind.
Athugasemdir
banner
banner
banner