Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. júní 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Erum að verða betri og betri með hverjum deginum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Írlands sem fram fer á morgun. Liðin mættust líka á föstudag og var Gunnhildur aðallega spurð út í síðasta leik.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn!!!

Önnur svör af blaðamannafundi:
Útskýra af hverju Ísland spilar í hvítu á heimavelli gegn Írlandi
Ingibjörg orðin hress - Á von á því að Sveindís spili á morgun
Sér síðasta korterið í öðru ljósi - „Að vinna á að vera góður vani"
Fyrirliðinn kallar eftir því að fleiri mæti á morgun

Erum að verða betri og betri
Ertu sátt við leikinn á föstudaginn

„Já, ég er það svona heilt yfir. Auðvitað þurfum við að laga nokkra hluti en mér fannst við halda í boltann og pressa vel þegar við þurftum. Við þurfum að bæta okkar leik, erum þannig séð nýkomnar með nýjan þjálfara. Við erum að vinna í því sem við viljum leggja áherslu á. Erum að verða betri og betri með hverjum deginum og ég er mjög sátt með það.”

Vön því að vera átta eða tía
Ertu vön því að spila þetta framarlega á vellinum?

„Já, ég er vön því að spila annað hvort í tíunni eða í áttunni. Ég er þannig séð átta að upplagi, hef eiginlega spilað þar allan ferilinn með stuttu stoppi í hægri bakverði. Eins og ég hef sagt þá er ég bara sátt við að vera inn á og skiptir ekki máli hvar ég spila á vellinum. Þetta er bara fótbolti, auðvitað eru mismunandi áherslur eftir andstæðingum og hver það er sem þjálfar liðið en ég get spilað hvar sem er.”

Voru svolítið fúlar en fögnuðu samt sigrinum
Hvernig var stemningin inn í klefa eftir leik?

„Við erum miklar keppnismanneskjur og vorum því svolítið fúlar yfir því að hafa fengið mark á okkur í lokin. Við unnum og við tökum því. Við einbeitum okkur að þeim hlutum sem við gerðum vel og ræddum þar sem þarf að bæta. Við viljum auðvitað ekki fá okkur mark svona seint í leiknum en við fögnum sigrinum. Þetta var fyrsti sigurinn með Steina sem þjálfara og eftir góða Ítalíuferð er gott að koma inn í þetta verkefni með sigur," sagði Gunnhildur.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn!!!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner