Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sér síðasta korterið í öðru ljósi - „Að vinna á að vera góður vani"
Icelandair
Úr leiknum á föstudag
Úr leiknum á föstudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann var bæði spurður út í leikinn gegn Írlandi á föstudag sem og leikinn á morgun því Ísland mætir Írlandi aftur í vináttuleik á morgun.

Önnur svör af blaðamannafundinum:
Útskýra af hverju Ísland spilar í hvítu á heimavelli gegn Írlandi
Ingibjörg orðin hress - Á von á því að Sveindís spili á morgun

Verða fleiri breytingar í leiknum á morgun
Þorsteinn sagði fyrir fyrri leikinn að horfði á þann leik svipað og um leik í undankeppni væri að ræða. Kæmi ekki inn í leikinn með fyrirfram ákveðnar skiptingar og slíkt. Verður það eins á morgun?

„Það verða fleiri breytingar á morgun í leiknum. Fyrirfram er ég búinn að gefa mér það, samt ekkert alveg fastmótað en ég á von á því.”

„Það verður sama leikkerfi og sama upplegg á morgun. Það verður í raun allt það sama nema ekki alveg sömu leikmenn. Það á að vera þægilegt fyrir þá leikmenn sem koma inn að koma inn í kerfið okkar þannig við breytum rútínunni ekkert.”


Sér síðasta korterið í öðru ljósi
Aðeins um leikinn á föstudag, varstu ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik?

„Já, ég var ánægður með sóknarleikinn í fyrri hálfleik," sagði Steini.

„Ég talaði um eftir síðasta leik að mér fannst síðasta korterið dapurt, en eftir að hafa horft á leikinn aftur þá sést að Írarnir voru í raun ekki að skapa færi þótt þær hafi legið aðeins á okkur. Við náðum að halda boltanum vel á köflum og þær voru ekkert að opna okkur, við náðum að spila nokkuð vel út úr pressunni."

„Tilfinningin sem maður hefur rétt eftir leik er stundum eftir ekki alveg rétt. Það var margt sem ég sá jákvæðara heldur en mér fannst akkúrat þegar leiknum var lokið. Þær skoruðu auðvitað þetta mark í lokin en mér fannst það reyndar vera rangstaða.”


Að vinna á að vera góður vani
Þú talaðir um að þú hefðir kannski ekki getað fagnað því almennilega að vinna eftir að hafa fengið þetta mark á ykkur í lokin. Hlýtur samt að vera gott að hafa náð í fyrsta sigurinn sem landsliðsþjálfari?

„Að sjálfsögðu er það gott, maður vill alltaf vinna, við erum öll í þessu til að vinna og sama hvaða leik maður er að fara spila þá vill maður alltaf vinna. Það er mjög gott að hafa unnið, það hjálpar okkur og við viljum venjast því að vinna og það á að vera góður vani," sagði Steini.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn!!!

Leikurinn á morgun hefst klukkan 17:00 og fer fram á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner