mán 14. júní 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn kallar eftir því að fleiri mæti á morgun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þakkað fyrir stuðninginn eftir leik
Þakkað fyrir stuðninginn eftir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
496 áhorfendur mættu á vináttuleik Íslands og Írlands á föstudaginn. Alls voru 1800 miðar í boði og því talsvert langt frá því að vera uppselt.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn á morgun!!!

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði landsliðsins, hrósaði þeim sem mættu og studdu við bakið á liðinu. Hún kallar þó eftir því að fleiri mæti á morgun þegar liðin mætast í annað sinn. Leikurinn á morgun hefst klukkan 17:00 og fer fram á Laugardalsvelli.

Varstu ánægð með stuðningin úr stúkunni á föstudaginn?

„Já! En auðvitað vill maður sjá sem flesta á vellinum. Það er mikilvægt að finna fyrir stuðningnum, þeir sem mættu og studdu við liðið eiga hrós skilið. Þau létu heyra í sér, við fundum fyrir því og það er alltaf gaman að spila hér á Laugardalsvelli. Vonandi mæta fleiri á næsta leik, á morgun," sagði Gunnhildur.

Fréttaritari, sem fjallaði um leikinn á föstudag, getur tekið undir orð fyrirliðans, það var góður stuðningur frá þeim sem mættu en sjáanlegt að það var pláss fyrir fleiri.

Agla María Albertsdóttir, leikmaður liðsins, tjáði sig um stuðninginn á blaðamannafundi eftir leikinn á föstudag:

Þið skorið annað markið eiginlega í miðju Víkingaklappi. Hafði það góð áhrif að fá loksins áhorfendur á völlinn aftur?

„Já, heldur betur. Krafturinn í áhorfendum skilaði sér greinilega í þessu marki," sagði Agla María.

Ísland vann leikinn 3-2 og má lesa um leikinn hér.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn!!!
Athugasemdir
banner
banner
banner