Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 14. júní 2022 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Páll: Leikur sem við hefðum tapað fyrir mánuði síðan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR fór í fínt ferðalag norður til Akureyrar og flugu með eitt stig í pokanum suður eftir jafntefli gegn Þór/KA á SaltPay vellinum í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  3 KR

„Stoltur af stiginu. Eins og við erum búnir að tala um í síðustu leikjum að við sjáum framfarir á liðinu og stig hérna eru framfarir þó við hefðum alltaf viljað þrjú þannig þetta er blanda af tilfinningum. Svekktur en ótrúlega stoltur af liðinu, við fögnum stiginu temmilega," sagði Arnar Páll Garðarsson annar þjálfara liðsins.

„Það er komin trú í liðið að við getum spilað fótbolta, spilað frá marki og getum pressað og við sýndum það í fyrri hálfleik, það er eitthvað sem við tökum úr þessum leik alveg klárlega."

KR átti frábæran fyrri hálfleik og var með 2-1 forystu þegar flautað var til leikhlés. Þór/KA komst hins vegar í forystu með tveimur mörkum á tíu mínútna kafla. Hvað gerist þar?

„Eðlilega kemur smá stress í okkur þegar 2-2 markið kemur og þær [Þór/KA] koma líka aðeins ofar á völlinn og pressa okkur, við hefðum getað leyst það aðeins betur. Við réttum þeim svolítið leikinn en frábær karakter að koma til baka. Það segir svolítið um liðið að þetta er leikur sem við hefðum tapað fyrir mánuði síðan," sagði Arnar.

Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner