Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 14. júlí 2020 23:13
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Góður útisigur hjá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni
Björgvin Karl Gunnarsson og stöllur hennar í FHL unnu góðan sigur
Björgvin Karl Gunnarsson og stöllur hennar í FHL unnu góðan sigur
Mynd: Heimasíða Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis F
Sindri 1 - 3 Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
0-1 Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('48 )
0-2 Shakira Duncan ('51 )
1-2 Inga Kristín Aðalsteinsdóttir ('63 )
1-3 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('70 )
Rautt spjald: Snædís Lilja Daníelsdóttir ('17, Sindri )

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann Sindra 3-1 í 2. deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram á Sindravöllum.

Leikurinn átti eftir að reynast þungur fyrir Sindra en Snædís Lilja Daníelsdóttir fékk að líta rauða spjaldið á 17. mínútu leiksins.

Í byrjun síðari hálfleiks kom Jóhanna Lind Stefánsdóttir gestunum yfir áður en Shakira Duncan bætti við öðru. Inga Kristín Aðalsteinsdóttir minnkaði muninn á 63. mínútu en sjö mínútum síðar gulltryggði Freyja Karín Þorvarðardóttir sigur gestanna.

Lokatölur 1-3 fyrir FHL. Liðið hefur unnið þrjá leiki og tapað einum á meðan Sindri hefur tapað öllum leikjum sínum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner