Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 12:01
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Segir allt í apaskít í Árbænum - „Hann hjólar í liðið“
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Wöhler hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Eyþór Wöhler hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin fékk veglegt pláss í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn. Þar var meðal annars rætt um vonbrigðin hjá Fylki sem spáð var sigri í deildinni.

Fylkir er hinsvegar aðeins búið að vinna tvo leiki og situr stigi fyrir ofan fallsætin. Í síðustu umferð töpuðu Árbæingar hinsvegar 3-1 fyrir nýliðum Fylkis.

Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, sagði að andleysi leikmanna hefði verið í hámarki.

„Hann hjólar svolítið í liðið og leikmannahópinn. Þú ert með reynslumikla leikmenn og uppalda leikmenn sem eiga að hafa hjarta og ástríðu fyrir félaginu sínu. Þetta ertu sterk ummæli gagnvart liðinu. Hann er að skamma sína menn fyrir andleysi og segir þá ekki leggja sig fram," segir Baldvin Már Borgarsson, sérfræðingur þáttarins.

„Það er rosalega vond ára þarna. Ég hafði heyrt að Árni ætti ekki mikla þolinmæði inni og svo kom sigur gegn Völsungi. Síðan þá fer allt aftur í apaskít ef svo má að orði komast. Það er svo margt að þarna, það er svo mikið sem er að bregðast."

Byrjaðir í leit að nýjum þjálfara?
Árni hætti hjá ÍR til að taka við Fylki fyrir þetta tímabil en framtíð hans hefur verið mikið í umræðunni eftir mjög slæmt gengi. Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin er fullyrt að Jón Þór Hauksson, fyrrum þjálfari ÍA, hafi fengið símtal úr Árbænum og sögusagnir um að félagið sé farið að líta í kringum sig eftir nýjum þjálfara.

Í útvarpsþættinum er meðal annars rætt um sögur þess efnis að Árbæingar þurfi að greiða háa upphæð ef þeir láta hann taka pokinn sinn.
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner