Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 14. ágúst 2022 15:33
Aksentije Milisic
Byrjunarlið KA og ÍA: Ein breyting hjá KA en þrjár hjá ÍA
Þorri kemur inn í liðið hjá KA.
Þorri kemur inn í liðið hjá KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA og ÍA mætast á Greifavellinum á Akureyri í sautjándu umferð Bestu deildarinnar í dag. Byrjunarliðin eru klár.

Lestu um leikinn hér.


ÍA er í miklum vandræðum í neðsta sæti deildarinnar en liðið tapaði í síðasta leik gegn Val á heimavelli. Liðið er samt einungis þremur stigum frá öruggu sæti.

KA er á góðu skriði en liðið er í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur sem situr í því öðru. KA er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

Arnar Grétarsson, sem er í leikbanni í dag hjá KA, gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu sem vann FH í síðustu umferð. Þorri Mar Þórisson kemur inn fyrir Bryan Van Den Bogaert.

Jón Þór Hauksson gerir þrjár breytingar frá tapleiknum gegn Val. Kristian Ladewig Lindberg, Haukur Andri Haraldsson og Oliver Stefánsson koma inn fyrir Johannes Vall, Christian Köhler og Brynjar Snæ Pálsson.

Byrjunarlið KA:

12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson (f)
27. Þorri Mar Þórisson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson
5. Ívar Örn Árnason
30. Sveinn Margeir Hauksson

Byrjunarlið ÍA:

1. Árni Marinó Einarsson (m)
2. Tobias Stagaard
4. Oliver Stefánsson
39. Kristian Ladewig Lindberg
10. Steinar Þorsteinsson (f)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
21. Haukur Andri Haraldsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Eyþór Aron Wöhler
24. Hlynur Sævar Jónsson
27. Árni Salvar Heimisson


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner