Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 14. september 2024 18:03
Brynjar Óli Ágústsson
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Lengjudeildin
<b>Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.</b>
Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Tilfinningin er bara ágæt. Ekki viss um að mörk lið eru tilbúin að leggja svona mikið á sig eins og liðið mitt í dag,'' segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍBV í lokaumferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Strákarnir sýndu heldur betur karakter og gerðu allt til að reyna vinna þennan leik. Við lentum í smá veseni í yfirspilinu því þeir eru með gríðarlega gott pressulið og við þurftum aðeins að kingja stoltinu með að spila út frá markinu og koma boltanum upp völlinn,''

Það voru ekki allir sammála að dómurinn var réttur þegar ÍBV fær víti í loka mínútur leiksins.

„Mér fannst hann bara stór furðulegurog núna er ég búinn að sjá þetta aftur og það er bara eyjamaður sem sparkar í Ómar og fær vítaspyrnuna,''

Leiknir enda í 8. sæti tímabilsins. Spurt var Óla hans álit á tímabil Leiknis eftir að hann tok yfir sem þjálfari.

„Ég er ótrúlega ánægður með þau skref sem við tókum fram á við í tímabilinu. Við erum ekki búnir að tapa núna átta fótboltaleikjum í röð, ef mótið væri flautað á í dag væri gaman að sjá hvar við gætum endað,''

Ólafur var spurður út í hans framtíð sem þjálfari Leiknis.

„Ég verð pottþétt í Leiknir næsta ári, en í hvaða hlutverki ég verð í verður að koma í ljós.'' segir Ólafur Hrannar í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner