Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 14. september 2024 19:25
Sverrir Örn Einarsson
Úlfur: Stráir salti í sárin
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn gerðu enga frægðarför til Keflavíkur í dag þar sem liðið mætti heimamönnum í Keflavík en lokatölur urðu 4-0 Keflavík í vil. Þó tapið eitt og sér sé yfirleitt nóg geta Fjölnismenn ennfremur svekkt sig á því að hafa misst af gullnu tækifæri á sæti í Bestu deildinni að ári þar sem topplið ÍBV missteig sig gegn Leikni á sama tíma og gerði aðeins jafntefli.

Sigur í dag hefði því þýtt að Fjölnir hefði endað mótið á toppnum og þar með fengið beint sæti í Bestu deildinni en þarf nú að fara í gegnum umspil þar sem liðið mætir Aftureldingu í undanúrslitum. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var til viðtals að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fjölnir

„Stráir svolítið salti í sárin ég viðurkenni það. 4-0 lítur illa út en gefur að mínu mati ekki rétta mynd af því hvernig leikurinn þróast. Þeir refsa okkur fyrir hver einustu mistök sem við gerum og það segir allt sem segja þarf að í 4-0 sigri sé markmaður valinn maður leiksins.“ Sagði Úlfur um það að nýta ekki tækifærið að stela toppsætinu og þróun leiksins.

Ekki að skoða stöðu í öðrum leikjum
Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddi lið Keflavíkur 1-0. Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Keflvíkingar höfðu tvöfaldað forskot sitt og gert brekkuna brattari fyrir gestina úr Fjölni. Um hvað var rætt í hálfleik og hvort liðið hefði skoðað stöðuna í öðrum leikjum sagði Úlfur.

„Í hálfleik vorum við ekki að skoða stöðuna í öðrum leikjum. Við þurftum að fókusa á okkur sjálfa og töluðum um það skýrt fyrir leik að við þyrftum að halda einbeitingu á okkur og kíkja svo bara á hitt ef við þyrftum eftir leik. Mér fannst við vera í fínni stöðu að vera 1-0 undir í hálfleik þar sem aðstæður voru mjög erfiðar. Við töluðum um að nýta vindinn vel og setja góða pressu á þá en svo byrjum við seinni hálfleikinn skelfilega. Völlurinn er þurr og erfiður og þú getur ekki verið að dútla með boltann inn á miðjunni. Við missum hann mjög klaufalega í byrjun seinni hálfleiks og fáum á okkur mark og það er bara vendipunktur í leiknum finnst mér.“

Ætla sér að gera betur en í fyrra
Fjölnir á þó enn góða möguleika á að vinna sér sæti í Bestu deildinni að ári. Liðið fer nú í umspil þar sem leikið verður að heiman og heima gegn liði Aftureldingar. Hvernig leggst það verkefni í Úlf og hans menn?

„Nú fáum við nokkra daga til að hreinsa hugann eftir mótið sjálft og fara að fókusa á umspilið. Við vitum að hverju við göngum eftir að hafa verið í þessu umspili í fyrra. Núna er klárlega markmiðið að taka fyrst einu skrefi lengra en í fyrra og komast í úrslitaleikinn, og skapa með því þennan skemmtilega aðdraganda og leikdag fyrir okkar stuðningsfólk. Og svo í kjölfarið að klára dæmið.“

Sagði Úlfur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner