Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Cech um íshokkí: Æskudraumur að rætast
Cech á svellinu í gær.
Cech á svellinu í gær.
Mynd: Getty Images
Petr Cech, fyrrum markvörður Arsenal og Chelsea, segir að æskudraumur hafi ræst þegar hann varði mark Guildford Phoenix í íshokkí í gær.

Guildord leikur í næstefstu deild á Englandi en Cech var maður leiksins og hann réði úrslitum eftir vítakeppni í 3-2 sigri á Swindon Wildcats 2.

„Það var æskudraumur að spila einn leik og núna hefur það gerst. Enginn tekur þetta af mér og það er gott," sagði Cech.

„Ef þú átt draum og eltir hann þá gerir þú allt til til að hann rætist...Ég hef gert það í fótbolta og allir draumar mínir hafa ræst."

„Þetta gæti verið síðasti draumurinn sem ég þurfti að klára en ég lagði hart að mér."


Sjá einnig:
Myndband: Cech valinn maður leiksins í fyrsta íshokkíleiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner