Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. október 2021 15:29
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Framhaldið í máli Gylfa ætti að skýrast á morgun
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: EPA
Lögreglan í Manchester mun væntanlega taka ákvörðun um það á morgun hvort Gylfi Þór Sigurðsson verði ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni eða hvort farbann yfir honum verði framlengt.

Vísir fjallar um málið en eftir að hafa verið handtekinn 16. júlí hefur hann verið laus gegn tryggingu og gildir það til laugardags.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögreglan þrjá möguleika; hún gæti gefið út ákæru á hendur Gylfa, látið málið niður falla eða framlengt núgildandi fyrirkomulagi. Framlengingin gæti gilt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur hvorki náðst í Gylfa né umboðsmann hans frá því að málið komst í fjölmiðla.

Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið og ekkert spilað síðan hann var handtekinn, hvorki fyrir Everton né íslenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner