Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 14. nóvember 2019 10:00
Arnar Helgi Magnússon
Dagný Brynjars ætlar að vinna titla: Ekki mætt bara til að vera með
Dagný við undirskriftina í gær.
Dagný við undirskriftina í gær.
Mynd: Selfoss - Guðmundur Karl
Dagný í leik með íslenska landsliðinu
Dagný í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég tók mér smá tíma í að hugsa um hvað ég ætlaði að gera en svo tók ég ákvörðun aðallega út frá fjölskyldunni að það væri best fyrir okkur að koma heim," segir Dagný Brynjarsdóttir sem skrifaði undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss í gærkvöldi.

„Ég veit að hverju ég geng hérna á Selfossi, mér líst vel á þjálfarana og hópinn. Það kom aldrei neitt annað til greina og ég er bara mjög spennt fyrir næsta sumri með þeim."

Dagný segir að ákvörðunin hafi ekki verið neitt sérstaklega erfið eftir að hún fékk símtal frá Alfreði, þjálfara Selfoss.

„Nei og sérstaklega ekki eftir fyrsta fund, þá var ég eiginlega búin að ákveða mig og hafði þannig séð engan áhuga á því að heyra frá öðrum liðum."

Dagný gengur kemur frá bandaríska liðinu Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún segir að viðskilnaðurinn við liðið hafi verið nokkuð erfiður.

„Okkur leið vel úti sem fjölskylda. Fótboltinn geggjaður og umhverfið í kringum liðið líka. Því miður er kvennaboltinn ekki kominn það langt að sé hægt að hafa barn og maka með sér úti þannig sú ákvörðun var erfið en hentaði fjölskyldunni vel."

Þá segir Dagný að hún hafi ekki rætt við önnur lið en Selfoss hérna á Íslandi. Dagný býr á Selfossi og er ekki ókunnug félaginu því hún hefur spilað 37 leiki fyrir Selfoss í öllum keppnum. Hún spilaði síðast með Selfossi í úrvalsdeildinni 2015.

Eins og frægt er orðið hampaði Selfoss bikarmeistaratitlinum í sumar og segir Dagný að það séu spennandi tímar framundan á Selfossi.

„Þetta er mjög spennandi. Þetta er góð blanda af ungum og efnilegum leikmönnum, það eru einhverjar hérna sem ég spilaði með síðast. Ég hitti Hólmfríði aftur en við höfum aldrei spilað saman í félagsliði. Það eru ungar og efnilegar stelpur að koma upp sem verður gaman að spila með."

„Ég ætla að koma hingað til þess að halda áfram að bæta minn leik. Ég geri það bæði með því að æfa með stelpunum og svo æfi ég með akademíunni og Gunni Borgþórs tekur mig síðan á aukaæfingar. Ég ætla ekkert að koma hingað til að vera með, ég ætla að vinna titla. Það er orðið langt síðan að ég varð Íslands- eða bikarmeistari svo að ég stefni á það," sagði Dagný að lokum.

Viðtalið við Dagnýju Brynjarsdóttur, nýjasta leikmann Selfoss, má sjá í heild sinni hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner