Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 14. desember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milner: Klopp vildi vita hvort ég myndi skrifa undir
James Milner, varafyrirliði Liverpool, framlengdi í gær samning sinn við Liverpool. Nýr samningur rennur út sumarið 2022.

Hann skrifaði undir sama dag og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skrifaði undir ásamt aðstoðarmönnum sínum.

„Liverpool er ótrúlegt félag að vera hjá, mjög gott fótboltalið sem getur vonandi náð enn lengra," sagði Milner við undirskriftina.

„Auðvitað beið stjórinn eftir því að ég skrifaði undir samning áður en hann skrifaði sjálfur undir. Það lætur mér líða sem enn mikilvægari hlekkur í hópnum," sagði Milner að lokum.
Athugasemdir
banner
banner