Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   mið 15. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva: Vorum mikið betri en töpuðum samt
Mynd: EPA
Fulham tapaði 3-2 á útivelli gegn West Ham United í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þrátt fyrir að vera meira með boltann og eiga fleiri færi.

Hamrarnir nýttu sín færi gríðarlega vel og komu tvö af mörkunum þeirra í kjölfar hápressu sem olli mistökum í varnarleiknum hjá Fulham, á meðan eitt mark kom eftir skyndisókn.

„Það er mjög erfitt að sigra fótboltaleiki þegar maður gerir mistök eins og við gerðum í kvöld. Við vorum betra liðið allan leikinn og sköpuðum fleiri og betri færi. Það var bara eitt lið á vellinum að reyna að sigra þennan leik þar til við gáfum þeim fyrsta markið á silfurfati," sagði Marco Silva þjálfari Fulham eftir lokaflautið.

„Við skutum tvisvar í slána og hefðum í raun getað unnið þennan leik þrátt fyrir að hafa gefið þeim þessi þrjú mörk. Við vorum betri heldur en West Ham á öllum sviðum en töpuðum samt. Svona getur enska úrvalsdeildin verið. Við töpuðum þessum leik upp á eigin spýtur.

„Þeir vörðust allan seinni hálfleikinn en við gáfum þeim samt annað mark. Raúl (Jimenez) og Adama (Traore) fengu sitthvort dauðafærið til að jafna og það er augljóst að úrslit leiksins endurspegla engan veginn hvað var að gerast inni á vellinum. Við verðum að læra af þessu, við megum ekki gefa svona mörk.

„Á síðustu vikum höfum við gert þetta líka gegn Bournemouth og Ipswich. Þar vorum við betra liðið en gáfum þeim mörk til að jafna leikina."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Chelsea 24 12 7 5 47 31 +16 43
5 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
6 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 24 7 6 11 29 46 -17 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner