Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. apríl 2021 21:00
Aksentije Milisic
Ferdinand: Einbeiting Lingard fór í annað en fótbolta
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að eina sem hann getur gagnrýnt Jesse Lingard fyrir tíma sinn hjá United, er það að einbeiting hans fór oftar en ekki í eitthvað allt annað en fótbolta.

Lingard hefur verið í frábæru formi síðan hann gekk til liðs við West Ham í byrjun þessa árs og hefur hann unnið sér sæti í enska landsliðinu á ný.

Ferdinand segir að hann hafi alltaf verið mikill aðdáandi Lingard en hins vegar sé það eitt sem hafi pirrað hann.

„Ef ég tala sem sérfræðingur í sjónvarpinu, þá er ég líklega hans mesti aðdáandi," sagði Rio.

„Hann ólst upp hjá United á meðan ég var þar, svo ég hef fylgst með honum í gegnum tíðina."

„Eina sem ég get gagnrýnt hann fyrir á tíma sínum hjá United er það að oftar en ekki fór einbeiting hans á eitthvað allt annað en fótbolta. Hann hefur verið í vandræðum í einkalífinu en ég held að samskiptamiðlar hafi líka haft mikil áhrif á hann."

Rio hrósaði Lingard að lokum og sagði að skiptin hans til West Ham hafi fengið einbeitingu hans aftur í lag og nú sé hann að spila stórkostlega.

West Ham er í mikillri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Ef það tekst yrði það magnaður árangur hjá David Moyes, fyrrverandi stjóra Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner