Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 15. maí 2020 14:09
Magnús Már Einarsson
Stjörnur í Englandi kaupa varðhunda
Hugo Lloris, markvörður Tottenham, keypti á dögunum varðhund á 15 þúsund pund (2,6 milljónir króna) til að vera við öllu búinn ef innbrotsþjófar reyna að brjótast inn til hans.

Menn vopnaðir hnífum brutust inn til liðsfélaga hans Dele Alli í vikunni.

Alli, bróðir hans, kærustur þeirra og annar maður voru heima þegar mennirnir réðust til atlögu vopnaðir hnífum. Mennirnir rændu bæði skartgripum og úrum.

Sífellt fleiri stjörnur í ensku úrvalsdeildinni hafa keypt sér varðhunda undanfarið til að vera við öllu búnir ef innbrotsþjófar mæta á svæðið.
Athugasemdir
banner