
„Jújú, Eyjamenn eru kannski roggnir núna - en bíðið þar til þeir snúa aftur í Landeyjarhöfn og uppgötva að Óskar er búinn að brenna bátinn...“ skrifaði Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fótboltaáhugamaður, á samfélagsmiðlinum X þegar ÍBV sló KR út úr bikarkeppninni.
Stefán vitnar þarna kíminn í ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara KR, um að 'brenna skipin' sem hafa vakið mikla athygli í íslenskri fótboltaumræðu,
Eyjamenn hafa slegið Víking og KR út úr bikarnum og bíða spenntir eftir drættinum í hádeginu á morgun þar sem koma mun í ljós hver mótherji þeirra í 8-liða úrslitum verður.
Stefán vitnar þarna kíminn í ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara KR, um að 'brenna skipin' sem hafa vakið mikla athygli í íslenskri fótboltaumræðu,
Eyjamenn hafa slegið Víking og KR út úr bikarnum og bíða spenntir eftir drættinum í hádeginu á morgun þar sem koma mun í ljós hver mótherji þeirra í 8-liða úrslitum verður.
Lestu um leikinn: KR 2 - 4 ÍBV
Eftir að hafa tapað 4-1 gegn KR í Bestu deildinni á laugardag kom ÍBV fram hefndum og vann 4-2 sigur í bikarnum í gær.
Óskar útskýrði frasann sinn um að brenna skip í viðtali við Fótbolta.net nýlega.
„Ég hef vísað í Hernán Cortés þegar hann brenndi skip 1519 fyrir utan strendur Mexíkó. Menn höfðu ekkert val, þeir þurftu að fara upp á land og sigra Asteka í mikilli undirtölu. Það gildir það sama um þetta," sagði Óskar.
Jújú, Eyjamenn eru kannski roggnir núna - en bíðið þar til þeir snúa aftur í Landeyjarhöfn og uppgötva að Óskar er búinn að brenna bátinn... pic.twitter.com/eAAGYu2LlM
— Stefán Pálsson (@Stebbip) May 14, 2025
Athugasemdir