Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mán 15. júlí 2019 20:51
Kristófer Jónsson
Donni: Erum með minnsta hóp á landinu
Kvenaboltinn
Donni var að vonum svekktur með tapið í dag.
Donni var að vonum svekktur með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er oftast kallaður, var gríðarlega svekktur þegar að hans lið, Þór/KA, tapaði 3-0 gegn Val í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

„Það eru vonbrigði að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki þurfa að tapa þar sem að leikurinn var hnífjafnt. Við byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti og áttum að skora tvö mörk en það datt ekki." sagði Donni eftir leik.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Valur

Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fóru báðar af velli vegna meiðsla sem að litu ekkert alltof vel út. Donni segir það vera mikla blóðtöku fyrir liðið.

„Arna meiddist aðeins í kálfanum og Þórdís meiddst í hnénu og það er langt frá því að vera gott. Við erum með einn minnsta hóp á landinu þannig að það er vont að missa þessa leikmenn."

Valur náði með sigrinum 11 stiga forystu á Þór/KA sem að situr í þriðja sæti deildarinnar og draumar norðanstúlkna um Íslandsmeistaratitil fjarlægist. Donni segir það hins vegar ekki koma til greina að gefast upp.

„Draumarnir eru mjög fjarri en þeir eru langt frá því að vera búnir. Við gefumst aldrei upp en við vitum að þetta er gríðarlega erfið staða." sagði Donni að lokum.

Nánar er rætt við Donna í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir