Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 15. júlí 2019 20:51
Kristófer Jónsson
Donni: Erum með minnsta hóp á landinu
Kvenaboltinn
Donni var að vonum svekktur með tapið í dag.
Donni var að vonum svekktur með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er oftast kallaður, var gríðarlega svekktur þegar að hans lið, Þór/KA, tapaði 3-0 gegn Val í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

„Það eru vonbrigði að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki þurfa að tapa þar sem að leikurinn var hnífjafnt. Við byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti og áttum að skora tvö mörk en það datt ekki." sagði Donni eftir leik.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Valur

Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fóru báðar af velli vegna meiðsla sem að litu ekkert alltof vel út. Donni segir það vera mikla blóðtöku fyrir liðið.

„Arna meiddist aðeins í kálfanum og Þórdís meiddst í hnénu og það er langt frá því að vera gott. Við erum með einn minnsta hóp á landinu þannig að það er vont að missa þessa leikmenn."

Valur náði með sigrinum 11 stiga forystu á Þór/KA sem að situr í þriðja sæti deildarinnar og draumar norðanstúlkna um Íslandsmeistaratitil fjarlægist. Donni segir það hins vegar ekki koma til greina að gefast upp.

„Draumarnir eru mjög fjarri en þeir eru langt frá því að vera búnir. Við gefumst aldrei upp en við vitum að þetta er gríðarlega erfið staða." sagði Donni að lokum.

Nánar er rætt við Donna í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner