Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 15. júlí 2019 20:51
Kristófer Jónsson
Donni: Erum með minnsta hóp á landinu
Kvenaboltinn
Donni var að vonum svekktur með tapið í dag.
Donni var að vonum svekktur með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er oftast kallaður, var gríðarlega svekktur þegar að hans lið, Þór/KA, tapaði 3-0 gegn Val í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

„Það eru vonbrigði að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki þurfa að tapa þar sem að leikurinn var hnífjafnt. Við byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti og áttum að skora tvö mörk en það datt ekki." sagði Donni eftir leik.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Valur

Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fóru báðar af velli vegna meiðsla sem að litu ekkert alltof vel út. Donni segir það vera mikla blóðtöku fyrir liðið.

„Arna meiddist aðeins í kálfanum og Þórdís meiddst í hnénu og það er langt frá því að vera gott. Við erum með einn minnsta hóp á landinu þannig að það er vont að missa þessa leikmenn."

Valur náði með sigrinum 11 stiga forystu á Þór/KA sem að situr í þriðja sæti deildarinnar og draumar norðanstúlkna um Íslandsmeistaratitil fjarlægist. Donni segir það hins vegar ekki koma til greina að gefast upp.

„Draumarnir eru mjög fjarri en þeir eru langt frá því að vera búnir. Við gefumst aldrei upp en við vitum að þetta er gríðarlega erfið staða." sagði Donni að lokum.

Nánar er rætt við Donna í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir