Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mán 15. júlí 2019 20:51
Kristófer Jónsson
Donni: Erum með minnsta hóp á landinu
Kvenaboltinn
Donni var að vonum svekktur með tapið í dag.
Donni var að vonum svekktur með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er oftast kallaður, var gríðarlega svekktur þegar að hans lið, Þór/KA, tapaði 3-0 gegn Val í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

„Það eru vonbrigði að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki þurfa að tapa þar sem að leikurinn var hnífjafnt. Við byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti og áttum að skora tvö mörk en það datt ekki." sagði Donni eftir leik.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Valur

Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fóru báðar af velli vegna meiðsla sem að litu ekkert alltof vel út. Donni segir það vera mikla blóðtöku fyrir liðið.

„Arna meiddist aðeins í kálfanum og Þórdís meiddst í hnénu og það er langt frá því að vera gott. Við erum með einn minnsta hóp á landinu þannig að það er vont að missa þessa leikmenn."

Valur náði með sigrinum 11 stiga forystu á Þór/KA sem að situr í þriðja sæti deildarinnar og draumar norðanstúlkna um Íslandsmeistaratitil fjarlægist. Donni segir það hins vegar ekki koma til greina að gefast upp.

„Draumarnir eru mjög fjarri en þeir eru langt frá því að vera búnir. Við gefumst aldrei upp en við vitum að þetta er gríðarlega erfið staða." sagði Donni að lokum.

Nánar er rætt við Donna í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner