Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 15. júlí 2023 22:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías mögulega frá út árið
Meiddur á hné.
Meiddur á hné.
Mynd: NAC Breda
Elías Már Ómarsson, leikmaður NAC Breda í Hollandi, fór í uppskurð á hné á dögunum og fyrstu upplýsingar sem Fótbolti.net hefur um endurkomuferlið eru að Elías verði frá í 4-5 mánuði.

Elías er 28 ára Keflvíkingur, framherji sem gekk í raðir NAC frá Nimes í Frakklandi í janúar.

Hann var smá tíma að finna taktinn með NAC eftir komu sína en þegar nálgaðist miðjan mars fór Elías að finna fjölina sína fyrir framan mark andstæðinganna og skoraði á kafla níu mörk í níu leikjum.

NAC endaði í 6. sæti B-deildarinnar og fór í umspil um sæti í Eredivisie (efstu deild). Þar féll NAC úr leik í undanúrslitum eftir einvígi við Emmen. Alls lék Elías 20 leiki með NAC seinni hluta tímabilsins og skoraði í þeim tíu mörk.

Elías á að baki níu landsleiki og var síðast í landsliðshópnum 2021. Hans níundi landsleikur kom árið 2017. Á ferlinum hefur hann leikið með Keflavík, Vålerenga, Gautaborg, Excelsior, Nimes og NAC.
Athugasemdir