
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 Valur
Það lág í loftinu að leikurinn myndi enda 1-0 á annaðhvort endanum.
„Ég hef alltaf trú á liðið mitt skori. En ég veit líka að Valur er með gott lið og þær geta skorað. Mér finnst við vera klára í dag, stelpurnar voru bara gíraðar og tilbúnar að leggja líf og sál fyrir hvort aðra,''
Fram fer í neðri hluta þegar deildin skiptis í tvennt.
„Þau eru bara gríðarlega stór. Fjögur stig frá fallsæti og fáum tvo heimaleiki í kjölfari núna. Við erum eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan. Þetta er langt í frá að vera búið, níu stig eftir í pottinum,''
Óskar var spurður út í tilfinninguna fyrir neðri hlutan.
„Þetta eru góð lið, við vildum ekki vera í neðri hlutanum og við vorum á góðum stað í miðjum tímabilinu og lentum í brekku. Við þurfum að mæta liðum sem er ekki nóg góð en Val og sýna svona frammistöðu,''
Fram eru nýliðar í ár og voru ekki margir sem spáðu þeim að halda sér uppi í Bestu deildinni.
„Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Ég sagði í byrjun tímabils að þótt að það sé ekki reynsla frá efstu deild í þessu liði, þá er hungur, gæði og fullt af krafti og það sýndi sig yfir langa tíma,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan!