Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
   lau 20. september 2025 17:22
Snæbjört Pálsdóttir
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Guðni Eiríksson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH vann þægilegan 0-4 sigur á Tindastóli í 18. umferð Bestu deildarinnar á Sauðárkróksvelli í dag. 

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Guðni Eiríksson þjálfari FH, 

„Bara mjög sáttur, góð frammistaða hjá FH liðinu í dag. Góðir báðir hálfleikarnir okkar, komum okkur í fínar stöður, spiluðum leikinn vel. Þannig ég get ekkert verið annað en sáttur við frammistöðu FH liðsins. 


Lestu um leikinn: Tindastóll 0 -  4 FH

„Liðsframmistaða eins og maður segir stundum, allir skiluðu sínu og varamenn komu inn og gerðu eitthvað mínúturnar sem þær fengu. Þannig við erum bara sátt og glöð hérna FH liðið í dag.“

FH með sigri sínum í dag heldur sig í 2. sæti deildarinnar og er áfram 2 stigum á eftir Þrótti, sem narta í hælana á þeim, hvernig heldur Guðni liðinu fókuseruðu í næstu leikjum?

„Það er sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa og það er nóg til að halda fókus. Mun erfiðara þegar mótið er bara búið og maður hefur ekki að neinu að keppa, þá getur verið erfitt að mótivera leikmenn.

„Þetta er langt mót, við byrjuðum í apríl og verðum út lungan úr október, þá er svo mikilvægt að hafa að einhverju að keppa og við höfum það svo sannarlega. Það er ekki flókið verkefni fyrir þjálfara FH liðsins að mótivera leikmenn"

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir