
„Tilfinningin er mjög slæm, það er leiðinlegt að tapa og ég óska Fram til hamingju með sigurinn, mér fannst þær eiga þetta skilið í dag.'' segir Matthías Guðmundsson, þjálfari Val, eftir 1-0 tap gegn Fram í 18. umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 Valur
Matthías var spurður út í spilamennsku hjá sínu liði.
„Langt frá því sem maður vill sjá. Fram vildi líkamlegan leik og mér fannst við taka þátt í honum og vorum undir þar. Ekki fótbolti sem við viljum spila.''
Nadia og Jordyn voru nánast búnar að jafna leikinn í lokinn en köstuðu burt frá sér opið mark tækifæri.
„Týpískt fyrir daginn í dag. Hlutirnir gengu ekki upp en þetta átti að enda með marki. Því miður gekk það ekki upp í dag,''
Valur enda í 4 sæti fyrir skiptingu og spila í efri hluta deildarinnar.
„Mér finnst við hafa verið á góðu róli. Mér fannst við eitthvað ólíkar okkur sjálfum i dag og þá finnst mér gott að það eru fimm leiki eftir, ég vill fá svar við þessum leik,''
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Fimm erfiðir leikir eftir á móti góðum liðum. Deildin er bara mjög erfið og maður þarf alltaf að vera klár í bátana,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.