
„Alveg frábærlega, þetta var mjög góð liðsheildar frammistaða og við sýndum hvernig við viljum spila á heimavelli og er mjög ánægð að fá þrjú stigin.'' segir Ashley Brown Orkus, leikmaður Fram, eftir 1-0 sigur gegn Val í 18. umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 Valur
Ashley hélt hreinu gegn Val í dag.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég held hreinu eftir að ég kom aftur til Íslands. Ég hef alltaf sagt að halda hreinu er ekki markmanns tölfræði heldur útileikmanna tölfræði og mér finnst það segja hversu vel vörnin fyrir framan mig stóð sig, þetta myndi ekki gerast ef það væri ekki fyrir þeim.''
Ashley var spurð hvernig hún finnst að spila á Íslandi og um veðrið.
„Ég elska það, það er svo frábært að ég þurfti að koma aftur. Það er ekki enn of kalt, en það er að verða kaldara,''
Fram er í neðri hluta þegar deildin skiptis í tvennt.
„Það er afar mikilvægt að fá þessu þrjú stig. Ég kom til Íslands til þess að halda Fram áfram í efstu deild,''
„Ég sagði stelpunum fyrstu vikuna mína í liðinu, Þór/KA var fyrsti leikurinn minn í liðinu og það leit alls ekki út eins og ég væri nýr leikmaður. Stelpurnar hafa tekið við mér með opnum örmum. Óskar og Gareth hafa verið frábærir, ég hefði ekki geta beðið um betra lið,''