Grótta 3 - 3 Víkingur Ó. (3-4 eftir vítakeppni)
1-0 Andri Freyr Jónasson ('10 )
1-1 Asmer Begic ('11 )
1-2 Ingólfur Sigurðsson ('32 )
1-3 Luke Williams ('35 )
2-3 Björgvin Brimi Andrésson ('37 )
3-3 Elmar Freyr Hauksson ('90 )
Lestu um leikinn
1-0 Andri Freyr Jónasson ('10 )
1-1 Asmer Begic ('11 )
1-2 Ingólfur Sigurðsson ('32 )
1-3 Luke Williams ('35 )
2-3 Björgvin Brimi Andrésson ('37 )
3-3 Elmar Freyr Hauksson ('90 )
Lestu um leikinn
Víkingur Ólafsvík kom sér í úrslit Fótbolta.net bikarsins í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Gróttu eftir rafmagnaðan leik á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Úrslitin réðust í bráðabana í vítakeppni.
Það voru kannski ekki alveg sömu læti í þessum undanúrslitaleik og í leik Kormáks/Hvatar og Tindastóls í gær, en nóg af mörkum og spennu á báðum endum vallarins.
Andri Freyr Jónasson braut ísinn á 10. mínútu leiksins. Fyrirliði Gróttu, Grímur Ingi Jakobsson, átti hörkuskot sem Jón Kristinn Elíasson varði út á Andra sem gat ekki annað en skorað úr frákastinu, en Ólsarar svöruðu strax í næstu sókn.
Boltinn fékk að skoppa milli manna í teignum og var það Asmer Begic sem náði að koma boltanum í netið eftir mikið klafs. Frábær byrjun á leiknum.
Færin voru á báða bóga en næstur til að nýta sitt var Ingólfur Sigurðsson eftir rúman hálftímaleik. Hektor Bergmann Garðarsson kom með boltann inn á teiginn á Ingólf sem kláraði færið af mikilli yfirvegun.
Luke Williams tvöfaldaði forystu Víkings skömmu síðar með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í netið.
Leikurinn var mjög opinn og kom lítið á óvart þegar Björgvin Brimi Andrésson minnkaði muninn fyrir Gróttu niður í eitt mark aðeins tveimur mínútum síðar.
Björgvin, sem hefur verið orðaður við fjölmörg félög í Bestu deildinni, fékk boltann í teignum og kláraði frábærlega framhjá Jóni í markinu.
Undir lok hálfleiksins var mark tekið af Axel Sigurðarsyni, en Elías Ingi Árnason, dómari leiksins, hafði flautað brot. Gróttumenn mjög ósáttir sem vildu fá vítaspyrnu skömmu áður en fengu ekki.
Svakalegur fyrri hálfleikur en sá síðari bauð ekki upp á sama markafjölda, en dramatíkina vantaði ekki.
Ólsarar voru sterkari aðilinn framan af í seinni hálfleiknum og líklegri til að bæta við en Grótta að jafna. Það kom því eins og blaut tuska í andlit ólsara er Elmar Freyr Hauksson stangaði fyrirgjöf Dags Bjarkasonar í netið seint í uppbótartíma og náði þar með að tryggja framlengingu.
Í framlengingunni fengu heimamenn haug af dauðafærum til þess að loka leiknum. Grímur Ingi fékk tvö bestu færin. Í fyrra færinu var hann aleinn á auðum sjó en setti boltann framhjá og í seinna færinu hafnaði boltinn í stöng.
Færin fóru forgörðum og því vítakeppni eina ráðið til þess að finna sigurvegara.
Vítakeppnin var skrautleg en þar unnu Ólsarar í bráðabana. Björn Darri Ásmundsson skoraði sigurvítið og kom Ólsurum í úrslit í fyrsta sinn.
Vítakeppnin:
0-1 Luke Williams ('120 , víti)
1-1 Björgvin Stefánsson ('120 , víti)
1-1 Luis Alberto Diez Ocerin ('120 , misnotað víti)
1-1 Daníel Agnar Ásgeirsson ('120 , misnotað víti)
1-2 Ingólfur Sigurðsson ('120 , víti)
2-2 Valdimar Daði Sævarsson ('120 , víti)
2-3 Björn Henry Kristjánsson ('120 , víti)
3-3 Elmar Freyr Hauksson ('120 , víti)
3-3 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('120 , misnotað víti)
3-3 Grímur Ingi Jakobsson ('120 , misnotað víti)
3-4 Björn Darri Ásmundsson ('120 , víti)
3-4 Einar Tómas Sveinbjarnarson ('120 , misnotað víti)
Víkingur Ó. komið í úrslit og þar mæta þeir Tindastóli næsta föstudag. Leikurinn er eins og önnur ár spilaður á Laugardalsvelli, þar sem nýtt nafn verður skrifað á bikarinn.
Athugasemdir